Úthlutun Matargjafa og Norðurhjálpar hefst í næstu viku – Fleiri beiðnir en áður

Úthlutun Matargjafa og Norðurhjálpar hefst í næstu viku – Fleiri beiðnir en áður

Úthlutun hjá Matargjöfum Akureyrar og NorðurHjálp hefst næsta mánudag, 15. desember og stendur til 21. desember.

„Nú þurfum við á allri þeirri aðstoð sem býðst í formi matargjafa, innlagningu á reikninga, gjafakorta, jólagjafa og fleira,“ segir Sigrún Steinarsdóttir, umsjónarkona Matargjafa.

Sigrún segir að beiðnir séu töluvert fleiri í ár en á síðasta ári þegar þær voru 200. Lokadagur til að skrá beiðni til Matargjafa er 15. desember. Hún segir að það gangi vel að safna þrátt fyrir að meirihluti fyrirtækja svari ekki beiðnum um aðstoð.

„Það hefur gengið vel en fyrirtæki eru sein að svara ef þau svara þá. Meirihluti fyrirtækja svarar ekki beiðnum sem við sendum á þau sem mér finnst miður. Sem betur fer eru önnur fyrirtæki, kvenfélög, kivanisfélög árgangar, vinahópar og einstaklingar sem alltaf hafa staðið þétt við bakið á okkur.“

„Við vonum svo innilega að við náum að aðstoða alla sem þess þurfa og það þarf samheldni okkar allra til þess,“ segir Sigrún að lokum.

Móttaka gjafa er við Draupnisgötu 1 í KFUK salnum 13. til 14. desember frá klukkan 14 til 18 og frá 15. til 19. desember frá klukkan 18:30 til 20:30.

Einnig er hægt að leggja inná eftirfarandi reikning:

Reikningsnúmer: 1187-05-250899
Kennitala: 670117-0300

COMMENTS