73 nemendur brautskráðust frá VMAÞeir nemendur sem höfðu tök á að mæta til brautskráningarinnar í Hofi í dag með Benedikt skólameistara og Ástu aðstoðarskólameistara. Mynd: Páll A. Pálsson/vma.is

73 nemendur brautskráðust frá VMA

73 nemendur brautskráðust frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri í gær. Benedikt Barðarson brautskráði nú fyrsta námshópinn síðan hann tók við stöðu skólameistara VMA 1. ágúst síðastliðinn en hann brautskráði einnig nemendur þegar hann leysti Sigríði Huld af í námsleyfi hennar sem skólameistari skólaárið 2019 til 2020.

Í brautskráningarræðu sinni ræddi hann meðal annars mikilvægi VMA í samfélaginu

Framhaldsskóli snýst auðvitað um undirbúning nemenda undir frekara nám eða sérhæfð störf en hann snýst líka um alhliða þroska, þátttöku í samfélaginu, siðferðisvitund, ábyrgðarkennd, víðsýni, frumkvæði, umburðarlyndi, jafnrétti, sjálfstraust og gagnrýna hugsun,“ sagði Benedikt meðal annars.

Ítarlega umfjöllun um brautskráninguna má finna á vef VMA með því að smella hér.

COMMENTS