Elísa Kristinsdóttir, einn fremsti utanvegahlaupari landsins, hefur gengið til liðs við UFA. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef UFA.
,,UFA er félag sem er áberandi og heldur vel utan um sína félagsmenn! Ég er spennt fyrir að vera partur af þeirri heild” sagði Elísa þegar hún skrifaði undir hjá UFA. Í sumar stefnir Elísa á CCC sem er 100 km hlaup í Frakklandi sem og að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópumeistaramótinu í fjallahlaupum sem fer fram í Júní.
„UFA er stolt af því að fá besta fjallahlaupara landsins í sínar raðir og hlakkar til samstarfsins,“ segir í tilkynningu UFA.


COMMENTS