Akureyringurinn Sandra María Jessen var í þriðja sæti í vali Knattspyrnusambands Íslands, KSÍ, á knattspyrnukonu ársins í ár. Sandra María var í lykilhlutverki í liði Þór/KA á árinu áður en hún gekk til liðs við Köln í Þýskalandi þar sem hún hefur slegið í gegn.
Sandra María spilaði þá með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Í augnablikinu er hún með markahæstu leikmönnum þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hún hefur þegar slegið markamet hjá Köln þrátt fyrir að tímabilið sé aðeins hálfnað.
Glódís Perla Viggósdóttir var valin knattspyrnukona ársins og Cecilia Rán Rúnarsdóttir var í öðru sæti.


COMMENTS