Sjúkrahúsið á Akureyri leigir í dag 38 íbúðir fyrir aðkomulækna og annað starfsfólk. Þetta kemur fram í svari Hildigunnar Svavarsdóttur, forstjóra sjúkrahússins, í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Um er að ræða 24 íbúðir fyrir starfsemi við Sjúkrahúsið á Akureyri auk 14 íbúða fyrir starfsfólk og nema við Kristnesspítala í Eyjafjarðarsveit.
Sjúkrahúsið hefur undanfarið glímt við mönnunarvanda og lyflæknar eru meðal þeirra sem vantar.


COMMENTS