Gömul bók dúkkar upp. Chemische Briefe. Greina má áritunina „Friðriksgáfa 17. 2. 1869“ með dökku bleki fremst í bókinni. Undir ritar Þórður Tómasson héraðslækni í Norður- og Austuramti 1868 – 1873. Bókin er merkileg vegna tengslanna við hið sögufræga amtmannssetur Friðriksgáfu í Hörgárdal. Frederiksgave var gjöf Friðriks VI. Danakonungs sem reist var árið 1829. Húsið brann til kaldra kola vorið 1874.
En hvers vegna ætli bók úr Friðriksgáfu sé merkt Þórði lækni? Skráði hann sjálfur stað og stund eða var einhver annar með pennann á lofti í Gáfu í febrúar 1869? Var bókin hversdagsleg tækifærisgjöf eða ef til vill þakklætisvottur fyrir vel unnin störf? Rannsókn á árituninni afhjúpar stormasamt líf ábúenda á Möðruvöllum og dapurleg örlög annarra sögupersóna sem tengjast Friðriksgáfu í embættistíð Péturs Havsteen amtmanns.
Arnar Birgir og Brynjar Karl freista þess að varpa ljósi á hina dularfullu áritun í Friðriksgáfu í nýjum hlaðvarpsþáttum í þáttaröðinni Sagnalist með Adda & Binna. Þeir félagar segja frá helstu persónum og hvað dreif á daga þeirra um það leyti sem Chemische Briefe var árituð í Friðriksgáfu. Auk héraðslæknis koma við sögu amtmannshjónin í Gáfu og skrifari amtmanns, stórbóndi á Espihóli og fársjúk eiginkona hans.
Friðriksgáfa 17. 2. 1869 þættir 1-4 eru aðgengilegir á Spotify-síðu Sagnalistar.


COMMENTS