Gaman, drama, leyndardómar og glænýr söngleikur framundan hjá Leikfélagi Akureyrar

Gaman, drama, leyndardómar og glænýr söngleikur framundan hjá Leikfélagi Akureyrar

Þó svo að frábæru ári sé að ljúka hjá Leikfélagi Akureyrar er síður en svo verið að slaka á með fætur upp í loft og eggjapúns um hönd.  Nú stendur yfir undirbúningur á risastóru verkefni þar sem 5 leikarar munu leika 32 hlutverk sem ferðast á 14 áfangastaði þar sem 3 kossar og óteljandi morð verða framin ásamt nokkrum upprisum á sviði Samkomuhússins á Akureyri. Allt þetta verður flutt, leikið og túlkað með stuðningi frá 10 hljóðfæraleikurum frá Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásamt 2 bakraddarsöngvurum. Verkið inniheldur nefnilega 12 glæný lög eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson sem samið hefur lög fyrir um 10 söngleiki sem allir hafa slegið í gegn. Verkið sem um ræðir er Birtíngur eftir Voltaire, semn eins og heyrist, fær töluvert mikla yfirhalningu í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Verkið verður frumsýnt þann 26. febrúar. Miðasala á Birtíng

Á sama tíma er verið að undirbúa Samkomuhúsið fyrir komu Kafteins Frábærs sem er hjartnæmur og fyndinn einleikur eftir Alistair McDowall. Ævar Þór Benediktsson var tilnefndur til Eddunnar fyrir leik sinn í verkinu og hafa bæði Morgunblaðið og Vísir gefið uppsetningunni 4 stjörnur. Kafteinn Frábær er aðeins sýndur eina helgi í janúar, dagana 17. og 18. janúar og því um að gera að hafa hraðar hendur og ná sér í miða sem fyrst. Miðasala á Kafteinn Frábær

Með vorinu verður svo nýtt ljóðrænt brúðuleikrit sýnt sem ber nafnið Rót, þar er á ferðinni hjartnæm og hugmyndarík upplifun fyrir fjölskylduna sem fjallar um ungan dreng í íslenskum bæ sem er að fara að hitta ömmu sína sumarið 1995. Hún kemur frá Paragvæ eins og stormsveipur litadýrðar og söngs með ferðatösku fulla af sögum, minningum og smá göldrum líka. Miðasla á RÓT

Auk allra þessara sýninga munu leikhúsrottur taka á móti skólabörnum á vordögum næsta árs og kynna þau fyrir  heimi, töfrum og leyndardómum leikhússins.

Við hvetjum öll til að fylgjast með spennandi starfsemi leikfélagsins á heimasíðu Menningarfélags Akureyrar www.menningarfelag.is

Frétt: Menningarfélag Akureyrar

COMMENTS