Fjórar frá Þór/KA valdar til æfinga með U16 landsliði

Fjórar frá Þór/KA valdar til æfinga með U16 landsliði

Margrét Magnúsdóttir, þjálfari U16 landsliðs kvenna í fótbolta, hefur valið 28 leikmenn til æfinga sem fram fara í Miðgarði í Garðabæ 7.-9. janúar næstkomandi. Í hópnum eru fjórar stúlkur frá Þór/KA. Þær eru:

  • Ásta Ninna Reynisdóttir
  • Hafdís Nína Elmarsdóttir
  • Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem
  • Sigyn Elmarsdóttir

Hægt er að skoða æfingahópinn í heild sinni á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands með því að smella hér.

COMMENTS