Hríseyingar þurfa ekki lengur miða í ferjuna

Hríseyingar þurfa ekki lengur miða í ferjuna

Þær breytingar urðu nú um áramótin að dreifingu og notkun ferjumiða til lögheimilisíbúa í Hrísey verður hætt. Þetta segir í tilkynningu á heimasíðu Hríseyjar.

Samkvæmt tilkynningu hafa Akureyrarbær og Almenningssamgöngur unnið að því í sameiningu að finna hagkvæmari og umhverfisvænni lausnir en gömlu grænu og rauðu miðana. Framvegis verður fjöldi íbúa í hverri ferð talinn og skráður beint inn í rafrænt kerfi.  Verklag helst óbreytt fyrir þau sem eru með afsláttarmiða og þau sem kaupa stakar ferðir. 

Óneitanlega eru þetta viðbrigði fyrir bæði farþega og starfsfólk ferjunnar. Eyjaskeggjar eru beðnir um að sýna skilning og kurteisi ef óskað er eftir staðfestingu á lögheimili eða nafni. 

COMMENTS