Hallgrímur og Julia eru íþróttafólk KA 2025Mynd: KA.is

Hallgrímur og Julia eru íþróttafólk KA 2025

Knattspyrnumaðurinn Hallgrímur Mar Steingrímsson og blakkonan Julia Bonet Carreras eru íþróttafólk KA árið 2025. Úrslitin voru kunngjörð á 98 ára afmælisfögnuði KA í gær. Fjallað er um viðburðinn á vef KA.

Þetta er annað árið í röð sem Julia er kjörin íþróttakona KA en hún hefur átt stórkostlegar frammistöður í blakliði KA sem er Íslands-, Bikar- og Deildarmeistari. Hallgrímur Mar átti frábært sumar þar sem hann varð markahæsti leikmaður KA og var valinn í lið ársins í Bestudeildinni. Er þetta í annað sinn sem Grímsi er kjörinn íþróttakarl KA en hann var einnig kjörinn árið 2023. Nánar má lesa um íþróttafólk KA á heimasíðu félagsins.

Alex Cambray Orrason úr lyftingadeild KA varð annar í kjörinu til íþróttakarls KA og þá voru þeir Bjarni Ófeigur Valdimarsson (handknattleiksdeild) og Zdravko Kamenov (blakdeild) jafnir í 3. sæti.

Lyftingakonan Drífa Ríkarðsdóttir varð önnur í kjörinu til íþróttakonu KA og handknattleikskonan Anna Þyrí Halldórsdóttir varð þriðja.

COMMENTS