„Mér finnst líka svo góður háskólabragur yfir Akureyrarbæ“

„Mér finnst líka svo góður háskólabragur yfir Akureyrarbæ“

Örvar Ágústsson, stúdent í Háskólanum á Akureyri, er næsti viðmælandi í samstarfi Kaffið.is og Háskólans á Akureyri þar sem við fáum að kynnast mannlífinu í skólanum.



Í hvaða námi ert þú?
Ég stunda nám við Háskólann á Akureyri í kennarafræði.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór?
Það var nú allur gangur á því. Ég ætlaði að verða byggingaverkfræðingur í langan tíma og langaði svo að verða lögreglumaður en slysaðist svo af einhverjum ástæðum í kennarann. Það er ótrúlegt hvernig lífið finnur mann stundum.

Skemmtilegasta minning þín í HA?
Ég verð að segja lotuhittingar hjá Magister. Þeir eru einfaldlega bestir.

Hvernig finnst þér háskólalífið á Akureyri?
Mér finnst það frábært. Það er alltaf gaman að koma í lotur og hitta fólkið. Mér finnst líka svo góður háskólabragur yfir Akureyrarbæ.

Hvar finnst þér best að læra?
Það er best að læra í glerstofunum á annarri hæðinni. Þær eru langbestar.

Hvað er það besta við að vera HA-ingur?
Þegar stórt er spurt er fátt um svör. Ég myndi segja að það væri skólasamfélagið sem er á bak við mann í náminu. Það eru allir til í að hjálpa eða leiðbeina ef leitað er til þeirra og það tel ég vera það besta við að vera HA-ingur.

COMMENTS