Meistaraflokkur kvenna í blaki er íþróttalið KA árið 2025 en stelpurnar urðu Íslandsmeistarar, Bikarmeistarar og Deildarmeistarar á árinu. Miguel Mateo Castrillo þjálfari kvenna- og karlaliðs KA í blaki var kjörinn þjálfari ársins hjá félaginu. Þetta kemur fram á vef KA.
Verðlaun fyrir þjálfara ársins hjá KA hafa verið veitt sex sinnum og Mateo hefur nú unnið til verðlaunanna þrisvar. Þá er þetta í annað skiptið sem meistaraflokkur kvenna í blaki er lið ársins en rétt eins og með kjör þjálfara ársins er þetta í sjötta skiptið sem lið ársins er valið hjá KA.


COMMENTS