Samfylkingin á Akureyri stillir upp

Samfylkingin á Akureyri stillir upp

Á félagsfundi Samfylkingarinnar á Akureyri þann 12. janúar var tillaga stjórnar að raðað yrði á framboðslista af sérkjörinni uppstillingarnefnd samþykkt. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Samfylkingarinnar.

Félagsfundur Samfylkingarinnar á Akureyri samþykkti einróma tillögu stjórnar félagsins að viðhafa uppstillingu við val á framboðslista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 2026.

Tillaga stjórnar fól jafnframt í sér að skipa sérstaka uppstillingarnefnd. Formaður og tengiliður uppstillingarnefndarinnar er Unnar Jónsson. Nefndinni er falið það verkefni að stilla upp öflugum og fjölbreyttum lista jafnaðarfólks sem sækir fram til sigurs í bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri í vor.

Þegar uppstillingarnefnd hefur lokið störfum verður boðað til annars félagsfundar svo bera megi listann upp til samþykktar hjá félagsfólki.

Í tilkynningu Samfylkingarinnar segir að frekari upplýsingar frá uppstillingarnefnd berast von bráðar. 

COMMENTS