Sindri S. Kristjánsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista Samfylkingarinnar á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.
Í tilkynningu á samfélagsmiðlum segir hann að hann vilji sjá Akureyri blómstra enn frekar og að hann leggi áherslu á:
Fleiri tækifæri fyrir ungt fólk, bæði til mennta og atvinnu.
Menningu og listir aftur á dagskrá takk.
Tökum á starfsaðstæðum í leik- og grunnskólum.
Hlustum á sístækkandi hóp eldri Akureyringa.
Gerum áfangastaðnum Akureyri miklu hærra undir.
„Ég gef kost á mér að leiða lista jafnaðarfólks á Akureyri með einlægni, heiðarleika og samkennd að leiðarljósi. Bæjarstjórn Akureyrar á að vera bæjarstjórn allra bæjarbúa. Hafandi starfað við bæjarmálin nú að verða rúmlega fimm ár tel ég mig hafa réttu blönduna af reynslu og eldmóð til að gera góðan bæ enn betri. Komiði með og höfum gaman. Því annars er bara leiðinlegt,“ segir Sindri.


COMMENTS