Lungnalæknir ráðinn til starfa á SAk

Lungnalæknir ráðinn til starfa á SAk

Sjúkrahúsið á Akureyri, SAk, hefur ráðið Magdalenu Ásgeirsdóttur, lungnalækni, í 30% stöðu. Magdalena hefur störf við Sjúkrahúsið í febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef SAk í dag.

Á vef SAk segir eftirfarandi um Magdalenu:

Magdalena lauk embættisprófi í læknisfræði 1993 frá læknadeild Háskóla Íslands og Diploma in Tropical Medicine and Hygiene frá London School of Hygiene and Tropical Medicine 1998. Hún stundaði sérfræðinám á Sahlgrenska háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg og lauk þaðan sérfræðinámi í lungnalækningum 2005.

Magdalena starfaði á Reykjalundi árabilið 2006-2021 ásamt því að stunda nám í endurhæfingarlækningum og hlaut sérfræðiviðurkenningu sem endurhæfingarlæknir 2019. Hún hóf störf á Grensásdeild Landspítala í janúar 2022, fyrst sem sérfræðilæknir og yfirlæknir frá 1. nóvember 2023. Við bjóðum Magdalenu hjartanlega velkomna til starfa.

COMMENTS