Halldór í öðru sæti á X-Games

Halldór í öðru sæti á X-Games

Snjóbrettakappinn og Akureyringurinn Halldór Helgason vann til silfurverðlauna á X-Games leikunum í Aspen í Bandaríkjunum í nótt. Halldór hafnaði í 2. sæti í keppni í svokölluðu „Knuckle Huck“.

Í „Knuckle Huck“ nýta keppendur aðkomu að stökkpalli sem er notaður í risastökki eða “Big Air“ til þess að ná lofthæð án þess þó að nýta sjálfan stökkpallinn. Gefin eru stig fyrir frumleika, erfiðleikastig, sköpunargáfu, stíl og lendingu.

Halldór náði öðru sæti með tvöföldu heljarstökku en Rene Rinnekangas frá Finnlandi stóð uppi sem sigurvegari.

Þetta er í annað sinn sem Halldór vinnur til silfurverðlauna í greininni en það gerði hann einnig á leikunum árið 2023. Árið 2010 vann Halldór til gullverðlauna í „Big Air“ keppninni á X-Games.

Hér má sjá myndband af stökki Halldórs í nótt

COMMENTS