Endurhæfingardeild á Kristnesi opnar 7 daga þjónustu

Endurhæfingardeild á Kristnesi opnar 7 daga þjónustu

Ákveðið hefur verið að opna 7 daga rými á endurhæfingadeild á Kristnesi frá og með 7. til 8. febrúar næstkomandi. Ákall sem Sjúkrahúsið á Akureyri sendi út til samfélagsins fyrir ármaót með það í huga að reyna að manna þjónustu endurhæfingadeildar hefur skilað árangri að hluta en þó vantar enn hjúkrunarfræðinga til starfa.

Í tilkynningu á vef SAk segir að opnuð verði blönduð deild þ.e. dagdeild, 5 daga- og 7 dagadeild en starfsemin verði skert til að byrja með á meðan unnið er að því að manna deildina. Á deildinni verða 18 rými í fyrstu og óljóst í hve langan tíma starfsemin verður skert. Upplýst verður um framgang og frekari opnun.

Í tilkynningunni sendir SAk út ákall á ný eftir hjúkrunarfræðingum í í endurhæfingar- og öldrunarlækningaþjónustu SAk.

„Það eru spennandi tímar framundan, þar sem umbótastarf er hafið og því kjörið tækifæri til að taka þátt í uppbyggingu mikilvægrar þjónustu,“ segir í tilkynningunni.

Hér má finna starfsauglýsingar:

Hjúkrunarfræðingur í vaktavinnu á endurhæfingardeild

Hjúkrunarnemar á endurhæfingardeild

Talmeinafræðingur

COMMENTS