Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að perla armbönd laugardaginn 31. janúar frá 13-16 í Menntaskólanum á Akureyri í tilefni af vitundarvakningu félagsins.
Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem fór í sölu núna í janúar og er hluti af okkar árlegu fjáröflunar- og vitundarvakningu. Góðir gestir hjálpa okkur að halda uppi stuði, en þar má nefna Villa Bergmann Vandræðaskáld og Tinnu Óðins sem gerði garðinn frægan í Söngvakeppninni!
Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna hér og ítarlegri upplýsingar um vitundarvakninguna er að finna hér www.lifidernuna.is


COMMENTS