Karatekeppni Reykjavíkurleikanna fór fram laugardaginn 24. janúar síðastliðinn og tveir keppendur frá Karatefélagi Akureyrar unnu til verðlauna. Keppt var í kata fyrir hádegi og kumite eftir hádegi.
Ruofeng Halldórsson Xi vann gullverðlaun í kumite og Alex Parraguez Solar vann brons í kata og brons í kumite.
Í kata keppa þátttakendur í fyrirfram ákveðnum hreyfi- og tæknirútínum (kata), sem eru margar og fjölbreyttar og geta verið mismunandi eftir karate-stílum. Kumite er bardagahluti keppninnar þar sem tveir keppa hvor gegn öðrum, og er keppt í þyngdarflokkum innan aldurshópa.
Alls voru 13 klúbbar skráðir til leiks. Auk keppenda frá Íslandi tóku einnig þátt keppendur frá Frakklandi, Lettlandi og Pólandi, sem gaf keppninni skýran alþjóðlegan svip.


COMMENTS