Helgina 17. og 18. janúar síðastliðinn fór meistaramót unglinga 15 til 22 ára fram í Laugardalshöll í Reykjavík. Ungmennafélag Akureyrar, UFA, átti þar 21 fulltrúa sem stóðu sig með mikilli prýði. Þessi vaski hópur kom heim með átta gull, sextán silfur og þrjú brons.
Fimmtán íþróttafélög tóku þátt og var UFA í fjórða sæti í heildarstigakeppni með 163,5 stig. Mikið var um persónulegar bætingar, 16 til 17 ára piltar sigruðu sinn flokk með 124 stigum, 15 ára stelpur og 16 til 17 ára stelpur enduðu í sjötta sæti í sínum flokkum.
Einn af hápunktum mótsins var 60 metra hlaup hjá 16 til 17 ára stelpum. Þar náði Alvilda Guðrún Ólafsdóttir fimmta sætinu.
Meðal annara afreka má nefna að Gabríel Glói sigraði í 60 metra og 200 metra hlaupi og varð annar í 400 metra hlaupi. Tobias Þórarinn Matharel vann langstökk, þrístökk og 60 metra grindarhlaup. Garðar Atli Gestsson sigraði stangarstökk og lenti í öðru sæti í kúluvarpi og hástökki. Róbert Mackey lenti í öðru sæti í 60 metra og 200 metra hlaupi.
Anita Lind var í öðru sæti í hástökku í hópi 18 til 19 ára. Emelía Rán Eiðsdóttir lenti í öðru sæti í kúluvarpi í flokki 16 til 17 ára, en hún kastaði kúlunni 12,69 metra. Konný Björk Þórðardóttir kastaði 10,68 metra og endaði í öðru sæti í flokki 15 ára. Báðar náðu þær lágmarki í unglingalandsliðshóp.
Nánari úrslit má finna hér:


COMMENTS