Þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20:00–22:00 halda Ingi Torfi og Linda Rakel, stofnendur heilsuappsins LifeTrack, kynningar- og kennslufund í Messanum á 4. hæð í Drift EA á Akureyri. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Drift EA og er opinn öllum áhugasömum.
Þetta er í fyrsta sinn sem kynningarfundur af þessu tagi er haldinn í heimabyggð, þar sem norðlensk nýsköpun mætir heilsutækni framtíðarinnar. LifeTrack hefur á undanförnum árum fest sig í sessi sem eitt mest notaða heilsuapp landsins og er í dag nýtt af þúsundum Íslendinga.
Með LifeTrack geta notendur meðal annars unnið markvisst að bættri líkamlegri og andlegri heilsu, fengið betri yfirsýn yfir lífsstíl og daglegar venjur og tekið upplýstari ákvarðanir um eigin heilsu.
Á fundinum fá gestir kynningu á LifeTrack, sjá hvernig appið virkar í framkvæmd og heyra beint frá stofnendum um hugmyndina að baki lausninni, þróunarferlið og framtíðarsýn verkefnisins.
Viðburðurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á heilsu, tækni og nýsköpun, óháð fyrri reynslu. Sérstaklega er hvatt til þátttöku fólks 50 ára og eldri. Aðgangur er ókeypis og öll eru hjartanlega velkomin.
Viðburðinn má finna á Facebook: https://fb.me/e/5JwSmYBD2
(Athygli er vakin á því að lyfta er í húsinu.)


COMMENTS