Hlynur Jóhannsson skipar efsta sæti á lista Miðflokksins á Akureyri í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hlynur er menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni. Hann er giftur Karen Ingimarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Hlynur starfar nú sem svæðisstjóri fyrir Hertz bílaleigu.
Í öðru sæti listans er Rósa Njálsdóttir, þriðja sæti skipar Karl Liljendal Hólmgeirsson, það fjórða Viðar Valdimarsson og í fimmta sæti listans er Helgi Sveinbjörn Jóhannesson. Lista Miðflokksins má sjá hér að neðan.
| Sæti: | Nafn: | Starfstitill: |
| 1 | Hlynur Jóhannsson | Stöðvarstjóri |
| 2 | Rósa Njálsdóttir | Skrifstofukona |
| 3 | Karl Liljendal Hólmgeirsson | Nemi |
| 4 | Viðar Valdimarsson | Skrifstofumaður |
| 5 | Helgi Sveinbjörn Jóhannesson | Starfsmaður Flugþjónustu |
| 6 | Sigrún Elva Briem | Heilbrigðisritari |
| 7 | Jón Bragi Gunnarsson | Viðskiptafræðingur |
| 8 | Sigríður Valdís Bergvinsdóttir | Hársnyrtimeistari |
| 9 | Stefán Örn Steinþórsson | Bifvélavirki |
| 10 | Jóhanna Norðfjörð | Fjármálastjóri |
| 11 | Hjörleifur Hallgríms Herbertsson | Framkvæmdastjóri |
| 12 | Regína Helgadóttir | Bókari |
| 13 | Hannes Karlsson | Framkvæmdastjóri |
| 14 | Sigríður Inga Pétursdóttir | Hjúkrunarfræðingur |
| 15 | Karl Steingrímsson | Sjómaður |
| 16 | Þorvaldur Helgi Sigurpálsson | Iðnaðarmaður |
| 17 | Berglind Bergvinsdóttir | Leik og grunnskólakennari |
| 18 | Hlíf Kjartansdóttir | Húsmóðir |
| 19 | Úlfhildur Rögnvaldsdóttir | Fyrrverandi bæjarfulltrúi |
| 20 | Helga Kristjánsdóttir | Húsmóðir |
| 21 | Hákon Hákonarson | Vélvirki |
| 22 | Gerður Jónsdóttir | Húsmóðir |

COMMENTS