1,4 milljónir króna í sekt vegna utanvegaaksturs erlendra ferðamanna

1,4 milljónir króna í sekt vegna utanvegaaksturs erlendra ferðamanna

Lögregluembættið á Norðurlandi eystra hefur lokið rannsókn og afgreiðslu máls sem varðar utanvegaakstur hóps 25 erlendra ferðamanna á 7 íslenskum breyttum jeppabifreiðum. Þetta kom fram í tilkynningur frá Lögreglunni á Facebook síðu hennar í gær.

Utanvegaaksturinn átti sér stað síðastliðinn sunnudag við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og slíðastliðinn mánudag í friðlandinu við Grafarlönd á Öskjuleið. Töluverðar skemmdir voru unnar á landi við vesturströnd Jökulsárlóns og gríðarlegt tjón á landi í Grafarlöndum norðan Herðubreiðar.

Lögreglumenn sem sinna hálendisgæslu á Norðurlandi eystra, norðan Vatnajökuls unnu málið ásamt lögreglunni á Húsavík, Lögreglustjóranum á Suðurlandi, lögreglunni Austurlandi og landvörðum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Ferðamennirnir báru fyrir sig kunnáttuleysi og vanþekkingu og báðust afsökunar vegna þess tjóns sem unnið var. Þeir óskðu þess að fá að aðstoða við lagfæringu á því landi sem varð fyrir tjóni en landverðir mátu það svo að betra væri að fá til verksins sértækan búnað og fólk.

Samtals voru greiddar 1,4 milljónir króna í sektargreiðslur vegna málsins. Rannsókn lauk á Húsavík í gær.

Sambíó

UMMÆLI