Akureyringar erlendis – Birkir og Birkir stóðu í ströngu

cmb67h1weaaw4xn_0

Birkir Heimisson er fyrirliði U17 ára landsliðs Íslands

Fótboltinn rúllaði víða um Evrópu í kvöld og voru þrír Akureyringar á fleygiferð en allir voru þeir í tapliði í þetta skiptið.

Birkir Bjarnason
lék allan leikinn fyrir Basel þegar liðið tapaði fyrir franska stórveldinu PSG í Sviss í A-riðli Meistaradeildar Evrópu. Blaise Matuidi kom gestunum yfir en Luca Zuffi jafnaði fyrir Birki og félaga. Belgíski bakvörðurinn Thomas Meunier tryggði svo PSG sigurinn með stórkostlegu marki á síðustu mínútu venjulegs leiktíma.

Þá voru tveir Akureyringar í byrjunarliði U17 ára landsliðs karla sem mætti Ísraelum ytra. Birkir Heimisson lék allan leikinn á miðjunni og bar fyrirliðaband Íslands. Ágúst Eðvald Hlynsson lék einnig allan leikinn í stöðu sóknartengiliðs og nældi sér í gult spjald eftir rúmlega klukkutíma leik en lokatölur urðu 2-0 fyrir heimamönnum í Ísrael.

Þetta var fyrsti leikur liðanna í undankeppni EM en næsti leikur strákanna er gegn Pólverjum næstkomandi fimmtudag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó