Ferðafólk í Hrísey ánægt með dvölina

Ferðafólk í Hrísey ánægt með dvölina

Ferðafólk sem heimsækir Hrísey er heilt yfir ánægt með dvölina á eyjunni en 92 prósent þeirra meta dvöl sína frábæra eða yfir meðallagi góða samkvæmt niðurstöðum könnunar. Könnunin var gerð á meðal ferðafólks í Hrísey síðasta sumar.

Það eru helst merktar gönguleiðir, náttúran og lega eyjunnar á miðjum Eyjafirði sem dregur fólk til staðarins. Ferðamenn virðast einnig margir hverjir sækja til Hríseyjar til að komast í rólegra umhverfi og til að upplifa friðsældina í eyjunni.

Helstu athugasemdir um úrbætur sem ferðamenn nefna í opnum svörum er að merkingar á gönguleiðum mættu vera betri ásamt almennri upplýsingagjöf um Hrísey, hvað sé í boði og hvar allt sé að finna. Hvað varðar samgöngur til Hríseyjar, þá kölluðu ferðamenn sérstaklega eftir samræmdari og betri tengingum milli strætó- og ferjuferða. Strætóferðum mætti fjölga, samræma tímasetningar og hafa strætóstoppistöð nær bryggjunni á Árskógssandi.

Könnunin var á vegum Akureyrarstofu og Ferðamálafélags Hríseyjar og var markmiðið að afla upplýsinga um ferðahegðun og upplifun ferðamanna Í Hrísey. Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) var falið að sjá um úrvinnslu og greiningu á niðurstöðum könnunarinnar.
Niðurstöður könnunarinnar verða hafðar til hliðsjónar við markaðssetningu og uppbyggingu áfangastaðarins Hríseyjar.

Ferðamenn í Hrísey 2019. Niðurstaða könnunar.

Sambíó

UMMÆLI