Prenthaus

Engin staðfest smit á Norðurlandi

Engin staðfest smit á Norðurlandi

Engin staðfest smit vegna COVID-19 veirunnar hafa komið upp á Norðurlandi en 18 manns eru nú í sóttkví á svæðinu. Alls eru um 600 manns í sóttkví á landinu öllu. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Staðfest smit eru 69 en aðeins eru þrjú af þeim utan höfuðborgarsvæðisins, á Suðurlandi.

Hér að neðan má sjá tölur frá Landlækni sem birtust á vef RÚV í gær.

  • Höfuðborgarsvæðið: 499
  • Suðurnes: 15
  • Vesturland/Vestfirðir: 20
  • Norðurland: 18
  • Austurland: 4
  • Suðurland: 18

UMMÆLI

Sambíó