Launadeild Akureyrarbæjar lokað tímabundið vegna Covid-19

Launadeild Akureyrarbæjar lokað tímabundið vegna Covid-19

Ákveðið hefur verið að loka launadeild bæjarins í Ráðhúsi tímabundið fyrir gestum og gangandi vegna Covid-19 veirunnar. Á vef bæjarins segir að þetta sé þetta gert til að tryggja öryggi starfsfólks og koma í veg fyrir röskun á þessari mikilvægu starfsemi sveitarfélagsins.

Einungis verður tekið á móti tölvupósti og símtölum en síminn er opinn frá klukkan 11 til 16 virka daga.

Í þjónustugáttinni, sem er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, er hægt að óska eftir og skila inn ýmsum gögnum til launadeildar. Hægt er að skila inn upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar/persónuafsláttar maka, menntunargögnum/leyfisbréfum, starfsvottorðum frá fyrri vinnuveitendum og skrá sig í og úr starfsmannafélagi. Í þjónustugáttinni er einnig hægt að óska eftir launa- og starfstengdum gögnum sem og vottorðum og staðfestingum frá launadeild bæjarins.

Starfsfólk er hvatt til að nota þessar leiðir til að skila inn og óska eftir nauðsynlegum upplýsingum. Til skoðunar er að fjölga enn frekar formum og umsóknum í þjónustugáttinni vegna stöðunnar.

UMMÆLI