Akureyringar hvattir til þess að halda áfram að flokka

Akureyringar hvattir til þess að halda áfram að flokka

Á vef Akureyrarbæjar eru bæjarbúar hvattir til þess að halda áfram að flokka úrgang sem safnast saman á heimilinu.

Vegna samkomubanns og aðstæðna í þjóðfélaginu eru margir einstaklingar meira og minna heima hjá sér þessa dagana og sinna jafnvel fjarvinnu.

„Af þessu leiðir að búast má við auknu magni af sorpi frá heimilum. Þess vegna eru íbúar hvattir sem aldrei fyrr til að flokka eins mikið og hægt er og forðast þannig yfirfullar tunnur,“ segir á vef bæjarins.

Þá er einnig bent á að vegna smithættu er starfsmönnum í sorphirðu bannað að hirða lausa poka við tunnur og því þarf að huga að því að losa sorp með öðrum hætti ef þær fyllast.

„Mikilvægt er að draga eins og mögulegt er úr almennu heimilissorpi, koma flokkuðu sorpi á grenndarstöð og eftir atvikum á gámasvæði.Hjálpumst að og förum rétta leið!“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó