Átaksverkefni um nýtingu moltu á Norðurlandi

Átaksverkefni um nýtingu moltu á Norðurlandi

Ákveðið hefur verið að ráðast í þríþætt átaks- og tilraunaverkefni um nýtingu moltu í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu á Norðurlandi. Samkomulag þess efnis var undirritað í gærmorgun. Þetta kemur fram á vef bæjarins.

Meðal annars á að setja aukinn kraft í gróðursetningu í Græna trefilinn ofan Akureyrar og leggja grunn að Moltulundi í kringum skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. 

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Guðmundur Haukur Sigurðarson framkvæmdastjóri Vistorku undirrituðu samkomulag um samstarfsverkefni í gærmorgun. Þetta er hluti af aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum sem hefur verið flýtt vegna Covid-19 en með landgræðslu og skógrækt er stuðlað að aukinni bindingu kolefnis. 

Átakið er í raun þríþætt og snýst um að nota moltu til skógræktar og landgræðslu í umhverfi Akureyrar, til landgræðslu á Hólasandi og við repjurækt í Eyjafirði. 

Nánar má lesa um verkefnið á vef Akureyrarbæjar með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI