Neitaði viðtali og segir RÚV enn skulda Dalvíkurbyggð afsökunarbeiðni

Neitaði viðtali og segir RÚV enn skulda Dalvíkurbyggð afsökunarbeiðni

Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar, vildi ekki veita fréttastofu RÚV viðtal vegna opnunar á nýju frystihúsi Samherja á Dalvík. Þetta kemur fram í umfjöllun um opnun frystihússins á vef RÚV.

Katrín segir að Ríkisútvarpið skuldi Dalvíkurbyggð afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar um Fiskidaginn mikla í þætti Kveiks þar sem fjallað var um starfsemi Samherja í Namibíu.

Þáttur Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu hófst með orðum um Fiskidaginn mikla á Dalvík sem er haldinn árlega.

„Aðra helgina í ágúst ár hvert blæs Samherji til mikillar veislu hér á Dalvík, mettar tugi þúsunda og býður öllum á glæsilega tónleika og flugeldasýningu. Sunnar á hnettinum er hinsvegar gullkista fyrirtækisins, strendur Namibíu. Og þar skiptir engu máli hvaða dagur er, Samherji stendur ekki í því að gefa.“

Katrín sagði í viðtali við Eyjuna þegar þátturinn kom út að RÚV ætti að biðja íbúa Dalvíkubyggðar og þá fjölmörgu styrktaraðila sem bjóða til Fiskidagsins mikla, afsökunar vegna þessara orða.

„Það eru á annað hundrað styrktaraðilar sem koma að Fiskideginum mikla fyrir utan alla íbúa Dalvíkurbyggðar sem leggja nótt við dag að fegra umhverfið og kosta miklu til sjálfir að bjóða fólki heim í fiskispúpu vinna að ýmsum hætti að Fiskideginum. Upphaf þessara þáttar er köld vatnsgusa framan í gestrisna íbúa Dalvíkurbyggðar.  Það er verulega sárt að sjá svona samsetningu í upphafi þáttar, það var verulega særandi.“

Sambíó

UMMÆLI