Ute Helma fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19

Ute Helma fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19

Ute Helma Stelly, íbúi á dvalarheimilinu Hlíð, var fyrst Akureyringa til að fá bólusetningu við COVID-19. Þetta kemur fram á vef RÚV í dag.

Þar segir að Uta hafi verið bólusett um klukkan hálf þrjú í dag og verið hæstánægð með áfangann. Hún hvetur alla landsmenn til að þiggja bólusetningu þegar að því kemur. Það var Bryndís Björg Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og forstöðumaður hjá stofnuninni, sem sprautaði Ute.

„Þetta er æðislegt og hvet ég alla Íslendinga til að láta bólusetja sig því þetta er eina vopnið við höfum. Ég er mjög þakklát fyrir þetta,“ sagði Ute við fréttastofu RÚV þegar hún fékk sprautuna á Hlíð í dag. 

Ute sem er 78 ára útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1962 og starfaði meðal annars á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og á Hlíð þar sem hún býr í dag. Ute er ein 520 Norðlendinga sem fá sprautu í þessum fyrsta skammti Pfizer sem kom til landsins í gær og var dreift um land allt í dag. Hún ítrekar mikilvægi þess að fólk fái bólusetningu.

Nánar er rætt við Ute á vef RÚV hér.

Mynd: Skjáskot/RÚV

Sambíó

UMMÆLI