Jafnréttisdagar í Háskólanum á Akureyri

Jafnréttisdagar í Háskólanum á Akureyri

Dagana 1. – 5. febrúar verða Jafnréttisdagar haldnir í öllum háskólum landsins og að þessu sinni verða þeir með rafrænu sniði. Háskólinn á Akureyri tekur virkan þátt í dögunum en dagskrá allra háskólanna er öllum opin.

„Það er alltaf tilhlökkunarefni að standa fyrir Jafnréttisdögum. Okkar viðburðir hafa verið vel sóttir og mikil stemming hefur myndast bæði meðal stúdenta og starfsfólks. Heimsfaraldurinn setur sitt mark á Jafnréttisdaga í ár og verða þeir með rafrænu sniði sem í raun og veru er ákveðið tækifæri því nú geta allir sótt viðburði allra háskólanna óháð staðsetningu. Það er því mikil veisla framundan og öruggt að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi“ segir Sólveig Elín Þórhallsdóttir, formaður Jafnréttisráðs HA.

Dagskrá HA á Jafnréttisdögum

  • Þriðjudaginn 2. febrúar kl. 14:00 mun Gísli Kort Kristófersson, dósent við Heilbrigðisvísindasvið, flytja erindið: Fjölgun karlmanna í hjúkrunarfræði; til hvers og hvernig? Á viðburðinum Starfsval í viðjum staðalímynda.
  • Miðvikudaginn 3. febrúar kl. 12:00 mun Yvonne Höller, prófessor við Hug- og félagsvísindasvið, fjalla um Háskólanám í aðstæðum COVID-19. Erindið er hluti af Félagsvísindatorgi. 
  • Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 15:00 munu Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor við Hug- og félagsvísindasvið og Valgerður S. Bjarnadóttir, nýdoktor við Háskóla Íslands, flytja erindið: Heimilislíf í fyrstu bylgju covid-19: Mæður á þriðju vaktinni.

Föstudagurinn 5. febrúar, lokadagur Jafnréttisdaga

Á Facebook síðu Jafnréttisdaga má nálgast dagskrá og upplýsingar um alla viðburði Jafnréttisdaga.

UMMÆLI

Sambíó