Á-ferð & hugar-flugi: Opnun á listasýningu á Bókasafni HA

Á-ferð & hugar-flugi: Opnun á listasýningu á Bókasafni HA

Sýningin Á-ferð & hugar-flugi eftir Lísbet Hannesdóttur opnar fimmtudaginn 25. september kl. 16.00 á Bókasafni HA.

Í þónokkur ár hefur Lísbet skapað hin ýmsu verk undir nafninu Lísó sem hún var jafnan kölluð innan heimilis síns sem barn.

Verkin sem verða til sýnis hafa mismunandi áferð en eru öll dæmi um sköpun þegar hugur og hönd fara saman en við vinnslu verkanna vinnur hún með sand, spartl og akrýlmálningu. 

Öll hjartanlega velkomin – léttar veitingar verða í boði.

COMMENTS