Aðgerða þörf í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar SAk

Aðgerða þörf í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar SAk

Sérfræðingar frá Eflu hafa tekið sýni í húsnæði dag- og göngudeildar geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri á Seli og sýna niðurstöðurnar menguð sýni vegna rakaskemmda, sem nauðsynlegt er að bregðast við. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Sjúkrahússins á Akureyri, SAk.

„Nú þegar er hafin vinna við þær aðgerðir sem hægt er að ráðast í án tafar s.s. grisjun, regluleg aukaþrif, skoða möguleika varðandi loftræstun, upplýsingagjöf og stuðning við skjólstæðinga og starfsfólk. Þá er einnig unnið að aðgerðaráætlun til lengri tíma. Í þessu ferli er megináhersla lögð á að tryggja velferð skjólstæðinga og starfsfólks,“ segir í tilkynningu SAk.

Vakni spurningar vegna þjónustu er fólk hvatt til að senda fyrirspurnir á netfangið: mottakasel@sak.is

COMMENTS