Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu í Hofi

Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu í Hofi

Jafnréttisstofa mun fagna 25 ára stofnunarafmæli sínu þann 15. september næstkomandi og hefur í tilefni þess slegið til ráðstefnu sem ber heitir Jafnréttisbarátta á tímamótum: Er þetta ekki komið? 

Ráðstefnan verður haldin í Hofi kl. 13-16. Nánari dagskrá má sjá hér að neðan en til að mynda verður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með erindið „Ferðalag kvenna frá jaðrinum inn að miðju. Áskoranir og árangur“ og eftir það mun verða pallborð um stafrænt ofbeldi. Þátttakendur þar munu vera meðal annars Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra og Drifa Snædal, talskona Stígamóta.


COMMENTS