Akureyrarbær styrkir björgunarsveitina Súlur

Akureyrarbær styrkir björgunarsveitina Súlur

Akureyrarbær og Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hafa gert með sér samning um rekstrarstyrk til ársins 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins í dag.

„Styrkurinn er veittur til að styðja við öflugt björgunarstarf og þjónustu sveitarinnar í þágu bæjarbúa, meðal annars í samvinnu við Slökkvilið Akureyrar,“ segir í tilkynningunni.

Samningurinn var undirritaður í dag, 18. september 2025, af Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, og Guðmundi Guðmundssyni formanni Súlna.

COMMENTS