Akureyrarbær undirritar þriggja ára samning við Íþróttafélagið AkurJón Heiðar Jónsson, formaður Akurs, undirritar fyrir hönd félagsins. Ljósmyndir: Akureyrarbær

Akureyrarbær undirritar þriggja ára samning við Íþróttafélagið Akur

Í dag, föstudaginn 19. desember, var undirritaður þriggja ára þjónustu- og rekstrarsamningur milli Akureyrarbæjar og Íþróttafélagsins Akurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ. Þar segir að markmið samningsins sé „að styðja við það heilbrigða og metnaðarfulla íþróttastarf sem Akur er að sinna og bjóða upp á og tryggja að félagið geti haldið úti starfsemi og aðstöðu fyrir bogfimideild félagsins.“ 

Í dag var einnig undirritaðaður viðauki við samstarfsmanning milli Akureyrarbæjar og Íþróttabandalags Akureyrar (ÍBA) um framlenginu á samningi milli aðila frá 2024. 

COMMENTS