Bræðurnir Łukasz og Tomasz frá Póllandi fluttu til Akureyrar árið 2008. Fyrir þremur árum stofnuðu þeir saman fyrirtækið LukTom sem sérhæfir sig í pípulagningarþjónustu. Łukasz er með meistarapróf í pípulögnum frá VMA á meðan Tomasz er með háskólagráðu í viðskiptastjórnun frá Póllandi, með sérhæfingu í stjórnun fyrirtækja.
LukTom sér um almenna pípulagningaþjónustu ásamt því að taka að sér sérhæfð verkefni; svo sem uppsetningu á gólfhitakerfi, snjóbræðslukerfi, varmadælur lausnir og frárennsliskerfi sem og alhliða endurnýjun á hitakerfum.
Bræðurnir búa yfir 15 ára reynslu af störfum pípara en þeir byrjuðu ungir að vinna með föður sínum á byggingarsvæðum til þess að vinna sér inn vasapeninga sem þeir síðan nýttu í skólasjoppunni. Þeir eru upprunalega frá norðurhluta Póllands, frá borginni Gdynia sem eitt sinn var þekktust sem hafnarborg en er nú nútímalegri og lifandi miðstöð viðskipta, menningar og afþreyingar við Eystrasaltið. Þeir segja að borgin minni að miklu leyti á Akureyri sem er orðið þeirra annað heimili. „Akureyri er fallegur bær sem býr yfir einhverju sérstöku sem er erfitt að útskýra, fjöllin og fjörðurinn sem gefa bænum einstakan sjarma.“
Lífið á Íslandi og starfið
„Við fluttum til Íslands einfaldlega af því að við féllum fyrir landinu, náttúrunni, friðsældinni og lífsstílnum. Akureyri heillaði okkur strax frá byrjun. Bærinn er ekki aðeins umlukinn fjöllum og vatni, heldur er andrúmsloftið rólegt og vinalegt. Hér eru engar umferðarteppur og ekkert stress. Fólk gefur sér tíma og jafnvel ókunnugir heilsa með „Góðan daginn“ úti á götu. Slík hlýja skiptir máli,“ segja bræðurnir.
Í fyrirtækjarekstri gefst oft ekki mikill frítími. Þegar bræðurnir finna sér tíma utan vinnu njóta þeir þess að vera með fjölskyldum sínum. Þá fara þeir á skíði á veturna í Hlíðarfjalli og verja tíma í Kjarnaskóg eða á leikvellinum við Síðuskóla á sumrin.
„Í okkar huga snúast góðar pípulagnir ekki bara um rör og verkfæri, heldur um traust, skýr samskipti og að vera til staðar þegar fólk þarf á okkur að halda. Frá upphafi höfum við lagt áherslu á áreiðanleika og að standa við orð okkar. Margir viðskiptavinir hafa lýst yfir undrun sinni á því að við mætum á umsömdum degi en það er því miður ekki alltaf sjálfgefið í okkar fagi. Við leggjum metnað okkar í að gera það sem við segjum, gera það vel og gera það á réttum tíma.“ segja bræðurnir.
Glæsilegir hönnunarofnar frá TERMA
Auk hefðbundinnar pípulagnaþjónustu hafa bræðurnir nýverið hafið sölu á hönnunarofnum frá fyrirtækinu Terma en að þeirra sögn voru þeir orðnir þreyttir á því að sjá sömu týpur af ofnum heima hjá fólki og langaði að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á hönnunarvörur í bæði sígildum og nýtískulegri stíl.



Hægt er að senda fyrirspurn á þá bræður á vefsíðu þeirra:
Einnig er hægt að fylgjast með þeim á Facebook:


COMMENTS