Sundfélagið Óðinn hélt uppskeruhátíð í Brekkuskóla þann 8.janúar síðastliðinn.
Við það tilefni veitti félagið viðurkenningar fyrir stigahæsta sundmann og sundkonu ársins 2025, auk viðurkenninga fyrir Akureyrarmet sem slegin voru á árinu.
Í ár var einnig kynnt til sögunnar ný viðurkenning, Ungmennabikar Óðins, þar sem stigahæstu ungmennin hlutu viðurkenningu fyrir stigahæstu sund ársins.
Sundfólk ársins

Örn Kató Arnarsson hlaut viðurkenninguna Sundmaður Óðins 2025. Stigahæsta sundið hans var 1500m skriðsund í 25m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 8.nóvember 2025.
Alicja Julia Kempisty hlaut viðurkenninguna Sundkona Óðins 2025. Stigahæsta sundið hennar var 200m skriðsund í 50m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 12. apríl 2025.
Ungmennabikar Óðins

Alexander Reid McCormick hlaut viðurkenningu fyrir stigahæsta sund karla í ungmennaflokki. Stigahæsta sund hans var 1500m skriðsund í 25m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 8.nóvember 2025.
Ísabella Jóhannsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir stigahæsta sundið kvenna í ungmennaflokki. Stigahæsta sund hennar var 200m bringusund í 50m laug á Íslands- og unglingameistaramótinu 11.apríl 2025.
Tugir nýrra Akureyrarmeta

Viðurkenningar voru einnig gefnar út fyrir slegin Akureyrarmet á árinu, en þau skiptu tugum. Reyndar voru einnig gefnar út viðurkenningar fyrir Akureyrarmet sem slegin voru árið 2024 og félagið hafði ekki gefið út viðurkenningar fyrir. Nánari upplýsingar um Akureyrarmet má finna með því að smella hér.
Akureyramet 2024
Katrín Birta Birkisdóttir sló þrjú Akureyrarmet í flugsundi í flokki 12 ára og yngri stúlkna árið 2024. Það voru met í 100m og 200m flugsundi í 25m laug, sem og met í 100m flugsundi í 50m laug.
Boðsundssveitir Óðins slógu einnig Akureyrarmet árið 2024.
Jón Ingi, Magni Rafn, Benedikt Már og Alexander Reid slógu metið í 4x50m fjórsundi 13-14 ára drengja í 25m laug.
Alexander Reid, Ívan Elí, Jón Ingi og Magni Rafn slógu metin í 4x50m og 4x100m skriðsundi í flokki 13-14 drengja í 25m laug.
Akureyrarmet 2025
Örn Kató Arnarsson sló sex Akureyrarmet árið 2025.
Tvö met í 50m laug, það var í 800m skriðsundi og 200m bringusundi.
Fjögur met í 25m laug: Í 400m, 800m og 1500m skriðsundi, sem og í 200m bringusundi.
Örn Kató, Jón Ingi, Magni Rafn og Alexander Reid slógu Akureyrarmet í 4x200m skriðsundi.
Björn Elvar Austfjörð sló Akureyrarmet í 200m bringusundi í flokki 13-14 ára drengja í 50m laug.
Jón Ingi Einarsson hefur heldur betur slegið þónokkur met á árinu 2025. Akureyrarmet hans, sem eru sautján talsins, eru öll í flokki 13-14 ára drengja en eru ýmist í 50m laug eða 25m laug.
Jón sló fimm met í 50m laug, það var í 100m skriðsundi, 50m baksundi, 100m baksundi, 50m flugsundi og 200m fjórsundi.
Jón sló svo heil tólf met í 25m laug. Metin voru í 50m og 100m skriðsundi, 50m og 100m bringusundi, 50m og 100m flugsundi, 50m, 100m og 200m baksundi og loks 100m, 200m og 400m fjórsundi.


COMMENTS