Allur ágóði rennur til Ljóssins

Allur ágóði rennur til Ljóssins

Netverslunin Ölföng á Akureyri mun í dag, 22. október, láta allan ágóða af sölu í verslun sinni renna óskertan til Ljóssins, Stuðningsmiðstöðvar fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Þetta er gert í tilefni Bleika dagsins, sem er haldinn í dag 22. október. Bleiki dagurinn er hluti af Bleikum október sem er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.

„Starfsmenn vinna launalaust og bleikir drykkir eru á góðu verði, en ekki of góðu svo ágóðinn til Ljóssins verði meiri,“ segir Pétur Kristjánsson, einn af eigendum Ölfanga í samtali við Kaffið.

Ölföng er áfengisverslunum á netinu sem var stofnuð í ágúst 2024. Í júní 2025 keypti SBK, sem eiga einnig BackPackers, reksturinn og í ágúst 2025 festu þeir kaup á húsnæði í Kaupangi. Um þessar mundir er verið að vinna í því að betrumbæta aðstöðuna og til að mynda er nýr 35 fermetra kælir á leiðinni sem verður settur upp í næstu viku.

COMMENTS