Alþjóðlegt eldhús á Amtbókasafninu

Alþjóðlegt eldhús á Amtbókasafninu

Laugardaginn 13. september býður Innflytjendaráð á Akureyri og nágrenni Akureyringum upp á smakk frá ýmsum löndum á Amtsbókasafninu klukkan 13 til 15.

Fólki af erlendum uppruna er gefið tækifæri til að elda hefðbundinn mat frá heimalandi sínu og kynna þessa rétti fyrir öllum sem mæta á viðburðinn.

Verkefnið stuðlar að inngildingu, fjölbreyttu mannlífi og skilningi milli ólíkra menninga- og tungumála- hópa frá mismunandi löndum og gefur innflytjendum kosti á að kynna menningu sina fyrir öðrum íbúum Akureyrar.

Þetta er í áttunda skiptið sem Alþjóðlegt eldhús er haldið á Akureyri. 

COMMENTS