Ari Emin Björk í ÍF Akri Akureyri var valin sveigbogamaður ársins 2025 af Bogfimisambandi Íslands. Ari vann alla sex Íslandsmeistaratitla U21 á árinu (einstaklings karla, einstaklings unisex og félagsliða), ásamt því að taka sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meistaraflokki. Ari vann einnig silfur verðlaun á öllum öðrum ÍM í meistaraflokki á árinu og tók brons í bæði Bikarmótaröð BFSÍ inni og út.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ari hreppir titilinn sveigbogamaður ársins af BFSÍ. Ari er 20 ára gamall.


COMMENTS