Árni Jóhann Arnarsson og Hreiðar Garðarsson í Gonzo.Creation skelltu sér nýlega í heimsókn í Braggaparkið á Akureyri og tóku þátt í hjólabrettahittingi með leiðbeinendum fyrir 18 ára og eldri.
Fyrsta miðvikudag í mánuði er hjólabrettahittingur í Braggaparkinu með leiðbeinendum fyrir 18 ára og eldri frá klukkan 20 til 22 þar sem lánsbretti eru á staðnum og bæði byrjendur og lengri komin eru velkomin. Viðburðurinn er í samstarfi við Old Skate hóp Braggaparksins.
Þeir Árni og Hreiðar spreyttu sig undir leiðsögn Eika Helgasonar sem rekur Braggaparkið. Hér að neðan má sjá myndband strákanna frá heimsókninni:
Sjá einnig: Heimsókn í 600 Klifur


COMMENTS