Atli Sveinn Þórarinsson er snúinn aftur á heimaslóðir en hann tekur nú við starfi afreksþjálfara knattspyrnudeildar KA. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef KA í dag.
„Eru þetta afar jákvæðar og spennandi fréttir en stuðningsmenn KA ættu að þekkja vel til Atla Sveins sem er uppalinn hjá KA og lék alls 119 leiki í deild og bikar fyrir KA,“ segir í tilkynningu KA.
Atli Sveinn mun stýra afreksstarfi knattspyrnudeildar þar sem hann mun sinna afreksmálum yngri leikmanna KA auk þess að koma að þjálfun hjá meistaraflokk og 2. flokk félagsins.
„Það má með sanni segja að mikil eftirvænting sé hjá okkur fyrir endurkomu Atla hingað norður og verður gaman að sjá hann aðstoða okkur við að lyfta okkar góða starfi upp á enn hærra plan,“ segir á vef KA þar sem má finna ítarlegri umfjöllun um feril Atla Sveins.


COMMENTS