Átta skátar úr Klakki sæmdir forsetamerkinuFrá vinstri til hægri: Anton Bjarni Bjarkason, Hörður Andri Baldursson, Anton Dagur Björgvinsson, Fríða Björg Tómasdóttir, Snædis Hanna Jensdóttir, Birkir Kári Gíslason, Jóhann Malmquist, Birkir Kári Helgason og Ásbjörn Garðar Yngvarsson,. Ljósmynd: Skátafélagið Klakkur (klakkur.is)

Átta skátar úr Klakki sæmdir forsetamerkinu

Átta skátar úr Skátafélaginu Klakkur á Akureyri voru sæmdir forsetamerkinu af Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, við athöfn á Bessastöðum síðastliðinn sunnudag. Skátarnir átta eru úr rekkaskátasveit Klakks, RS Ultima.

Athöfnin á sunnudaginn fór fram á 60 ára afmæli forsetamerkisins. Alls voru 26 skátar sæmdir merkinu á athöfninni og hafa þar með 1488 skátar hlotið merkið frá upphafi. Forseti Íslands er verndari skátahreyfingarinnar og veitir forsetamerkið þeim rekkaskátum sem hafa stundað metnaðarfullt rekkaskátastarf. Í umfjöllun á heimasíðu skátahreyfingarinnar má finna mun nánari umfjöllun um athöfnina (smella hér), en þar segir að í forsetamerkinu sameinist gildi skátahreyfingarinnar um persónulegar framfarir einstaklingsins og þess að gera sitt besta samfélaginu til heilla.

Forsetamerkishafarnir Fríða Björg Tómasdóttir, Skátafélaginu Klakki, og Kristófer Njálsson, Skátafélaginu Mosverjum, fluttu ávarp í athöfnunum þar sem þau sögðu frá skátaferli sínum og þeim verkefnum sem þau unnu að í tengslum við forsetamerkisvegferðina. Ávarpið má lesa í heild sinni á heimasíðu skátahreyfingarinnar.

Skátar úr Klakki sem hlutu merkið eru:
Anton Bjarni Bjarkason
Anton Dagur Björgvinsson
Ásbjörn Garðar Yngvarsson
Birkir Kári Gíslason
Birkir Kári Helgason
Fríða Björg Tómasdóttir
Hörður Andri Baldursson
Snædis Hanna Jensdóttir

COMMENTS