Aukinn halli hjá Akureyrarbæ

Aukinn halli hjá Akureyrarbæ

Rekstrarhalli Akureyrarbæjar á fyrri helmingi ársins var 356 milljónum króna meiri en áætlað var og nam alls tæpum 700 milljónum. Frávikið skýrist af rekstrargjöldum sem fóru verulega fram úr áætlun, einkum vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og annars rekstrarkostnaðar.

Tekjur voru umfram áætlun, þá aðallega vegna hærri skatttekna en sú aukning vóg ekki upp á móti hækkun gjalda. Fjárhagsstaða hefur veikst frá áramótum og veltufjárhlutfall lækkaði úr 1,10 í 0,92 og skuldir jukust. Eiginfjárhlutfall var 40,4% í júní.

Tölurnar eru úr árshlutareikningi bæjarins sem kynntur var í bæjarráði, hægt er að sjá nánar HÉR.

COMMENTS