Evrópska samgönguvikan stendur nú yfir á Akureyri og hófst hún í gær og lýkur á mánudaginn næstkomandi. Yfirskrift vikunnar í ár er „Samgöngur fyrir öll“ og er markmiðið að hvetja til umhugsunar um vistvænar og aðgengilegar samgöngur fyrir alla íbúa.
Hápunktur vikunnar fer fram í dag með svokölluðu „Aðgengisstrolli“. Tilgangurinn er að vekja sérstaka athygli á aðgengismálum og þeim daglegu hindrunum sem fólk með skerta hreyfigetu mætir í sveitarfélaginu.
Gengið verður frá Lystigarðinum að Íþróttahöllinni og hefst gangan klukkan 16:30. Bæjarfulltrúar munu sjálfir taka þátt og fara leiðina í hjólastólum til að upplifa aðstæður af eigin raun og öðlast betri skilning á stöðunni.
Að göngu lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur við Íþróttahöllina þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að spjalla saman um upplifun sína. Einnig verður hægt að skoða aðgengilegan strætisvagn og prófa að fara yfir hindranir í hjólastól.
Nánari upplýsingar má finna á akureyri.is


COMMENTS