Bæjarins Beztu á Glerártorgi alla Verslunarmannahelgina

Bæjarins Beztu á Glerártorgi alla Verslunarmannahelgina

Um Verslunarmannahelgina á Akureyri munu Bæjarins Beztu pylsur halda pop-up í Mathöllinni Iðunn á Glerártorgi.

Bæjarins Beztu fjölskyldan segist afskaplega glöð með að geta ferðast um landið og boðið fólki upp á Bæjarins Beztu pylsur.

Starfsfólk bæði keyrði og var flogið norður í nótt og mun standa vaktina frá og með deginum í dag, 31. júlí, fram á mánudag. Sami opnunartími verður og í Mathöllinni.

Að sjálfsögðu verður pylsan í hávegum höfð og segir Heiða talskona Bæjarins Beztu fjölskyldunnar að gaman sé að koma til Akureyrar um Verslunarmannahelgina á sama tíma og Ein með öllu hátíðin er haldin.

Aðspurð segir hún að kokteilsósa verði ekki í boði þó svo þau verði á Akureyri – en margir héðan telja að kokteilsósa eigi heima á pylsu með öllu. „Sunnlendingar fussa og sveia yfir þessu,“ segir hún, en þekkir þó vel til kokteilsósu á pylsu sjálf – enda að norðan.

COMMENTS