Síðastliðinn miðvikudag, 22. október, var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga um borgarstefnu þar sem Akureyri er skilgreind sem svæðisborg. Fjallað var um áfangann í bæjarráði Akureyrar á fimmtudag.
Sjá einnig: Borgarstefna samþykkt á Alþingi – Akureyri skilgreind sem svæðisborg
Bæjarráð samþykkti eftirfarandi bókuná fundi sínum: Bæjarráð fagnar því að þingsályktunartillaga um borgarstefnu hafi verið samþykkt og leggur áherslu á að sveitarfélagið sé reiðubúið að taka virkan þátt í vinnu við gerð aðgerðaáætlunar. Greint er frá á vef bæjarins.
Þingsályktunartillagan skilgreinir borgarsvæði Akureyrar sem Eyjafjörð frá Siglufirði í vestri til Húsavíkur og Mývatnssveitar í austri. Markmiðið er að efla Akureyri sem svæðisborg með því á að skapa stærra og öflugra atvinnu-, búsetu- og þjónustusvæði sem nýtir sérstöðu svæðisins.
Tillagan fellur að borgarstefnu stjórnvalda sem miðar að því að efla tvö meginborgarsvæði landsins, höfuðborgarsvæðið og Akureyri sem svæðisborg. Til að ná fram markmiðunum þarf að auka námsframboð og styrkja háskólasamstarf, efla menningarstofnanir og millilandaflug, og tryggja öruggt raforku- og öryggiskerfi. Þannig verði stuðlað að sjálfbærri þróun, auknum lífsgæðum og alþjóðlegri samkeppnishæfni á Norðurlandi.


COMMENTS