Beint flug til og frá Norðurlandi í vetur

Beint flug til og frá Norðurlandi í vetur

Á undanförnum misserum hafa tækifærin til ferðalaga með flugi frá Akureyri aldrei verið fjölbreyttari. Í vetur verður flogið beint frá Akureyri til London, Zurich, Amsterdam og Manchester.

easyJet býður upp á bein flug til London Gatwick flugvallarins Flogið er alla þriðjudaga og laugardaga frá 4. október 2025 til 25. apríl 2026. easyJet mun einnig fljúga til Manchester í Englandi frá nóvember 2025 til mars 2026.

Þaðan er hægt að taka tengiflug til að komast nánast hvert sem er í heiminum. Hægt er að kaupa flugferðir á heimasíðu easyJet og þar er hægt að bæta við tengiflugi með félaginu lengra út í heim. Einnig er hægt að nýta síður á borð við Dohop, til að kaupa tengiflug með öðrum flugfélögum.

Auk áætlunarflugs hafa tvær erlendar ferðaskrifstofur boðað komu sína til Akureyrar veturinn 2026. Eftir jól mun Voigt Travel halda áfram með vetrarferðir frá Amsterdam. Þetta verður fimmti veturinn þar sem ferðaskrifstofan býður upp á ferðir til Norðurlands, en einnig hefur verið hægt að ferðast hingað með þeim á sumrin.

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki býður upp á ferðir til Norðurlands frá Zurich í febrúar og mars og því stefnir í að vetrartímabilið í ferðaþjónustu á Norðurlandi muni áfram njóta vaxtar í samræmi við áherslur ferðaþjónustu á Norðurlandi um að draga úr árstíðarsveiflu.

Í þessar flugferðir hafa Íslendingar getað bókað sér ferðir, til dæmis með Verdi travel. Verdi Travel setur einnig saman ferðir sem nýta bein flug bæði til einstaklinga og fyrir hópa. Smelltu hér til að skoða heimasíðu Verdi Travel.

Heimild: Markaðsstofa Norðurlands. Á vef Markaðsstofu Norðurlands má sjá ítarlegar upplýsingar um beint flug til og frá Norðurlandi.

COMMENTS